Fréttir | 09. nóvember 2022 - kl. 09:04
Hugum að auðlindinni okkar - stillum kerfin og drögum úr sóun

RARIK býður viðskiptavinum hitaveitunnar á Blönduósi og Skagaströnd að fá til sín fagmann til að yfirfara hitakerfi í híbýlum sínum, sér að kostnaðarlausu. Með þessu vill RARIK hvetja viðskiptavini hitaveitunnar til að huga að þessari auðlind samfélagsins og taka þátt í að lágmarka sóun á heita vatninu.

Með því að yfirfara og stilla hitakerfið er komið í veg fyrir að vatnið fari óþarflega heitt frá hitakerfinu í fráveitu. Það lækkar hitaveitureikninginn, dregur úr sóun og varðveitir vatnsbúskap auðlindarinnar betur, að því er segir í tilkynningu frá RARIK.

Þau sem hafa áhuga á að fá fagmann til að yfirfara hitaveitukerfið sitt er bent á að hafa samband við Guðmann Valdimarsson í síma 528 9524 eða með tölvupósti á netfangið gudmvald@rarik.is. Athugið að fagmaðurinn skoðar hvort vatnið fari heitara í fráveitu en þörf er á og stillir kerfið eftir þörfum. Fagmaðurinn mun ekki ráðast í viðgerðir eða útskiptingu á búnaði á kostnað RARIK.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga