Grunnskóli Húnabyggðar Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Grunnskóli Húnabyggðar Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 09. nóvember 2022 - kl. 14:56
Kosið um nýtt nafn á grunnskólann

Hundrað og nítján tillögur bárust skólaráði Grunnskóla Húnabyggðar um nýtt nafn á skólann. Skólaráðið hefur ákveðið að kosið verði um þrjú nöfn en þau eru Grunnskóli Húnabyggðar, Húnaskóli og Þórdísarskóli. Rafræn kosning er í boði en einnig er möguleiki á að kjósa hjá ritara í grunnskólanum á opnunartíma klukkan 7:45-16. Kosningin er einungis fyrir þá sem eiga lögheimili í Húnabyggð og má aðeins kjósa einu sinni.  

Hægt er að smella hér til að kjósa nafn rafrænt.

Þau nöfn sem kosið er um eru:

Grunnskóli Húnabyggðar - vísun á nafn sveitarfélags og sögu svæðisins

Húnaskóli - vísun á nafn sveitarfélags og sögu svæðisins

Þórdísarskóli - vísun í sögu svæðisins. Fyrsti Húnvetningurinn að sögn Vatnsdælu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga