Frá æfingunni. Mynd: FB/Slokkvibill
Frá æfingunni. Mynd: FB/Slokkvibill
Fréttir | 11. nóvember 2022 - kl. 14:19
Æfðu notkun björgunarklippu

Slökkviliðsmenn Brunavarna Austur-Húnvetninga halda reglulega æfingar til þess að viðhalda faglegri þekkingu sinni og þjálfa færni sína í starfi en nýlega æfðu þeir notkun björgunarklippu. Á facebooksíðu Brunavarna A-Hún. er sagt frá æfingunni og þar má sjá myndir frá henni. Fram kemur að æfingin hafi verið vel sótt og gengið einstaklega vel, þrátt fyrir mikla rigningu.

„Liðsmenn BAH reyndust orðnir mjög samstilltir og þjálfaðir gagnvart þessum lögbundnu verkefnum sínum. Mjög mikilvægt er að slökkviliðsmenn æfi reglulega hvernig beita eigi björgunarklippum og öðrum búnaði ef bjarga þarf fólki út úr bifreiðum eða öðrum klemmdum aðstæðum,“ segir í facebookfærslunni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga