Fréttir | 14. nóvember 2022 - kl. 14:13
Tónleikar Rokkkórsins á Hvammstanga

Rokkkórinn á Hvammstanga heldur tónleika laugardaginn 19. nóvember í Félagsheimilinu Hvammstanga klukkan 21. Flutt verða níu lög við undirspil fimm manna hljómsveitar. Kórmeðlimir munu syngja einsöng og einn gestasöngvari kemur fram, Luis Aquino frá Brasilíu og syngur á móðumáli sínu, portúgölsku. Sigurvaldi Ívar Helgason verður hljóð- og ljósamaður og mun hann útbúa sérstaka ljósasýningu fyrir hvert lag. Lagavalið er mjög fjölbreytt og spannar yfir 32 ára tímabil tónlistarsögunnar. Rokkór hefur ekki áður verið starfandi í Húnaþingi vestra.

Á vef Feykis er rætt við Ingibjörgu Jónsdóttur, frá Syðsta-Ósi í Miðfirði, en hún er stjórnandi kórsins. Hún hefur m.a. stýrt nokkrum tónlistarverkefnum síðustu ár söngleikjunum Súperstar og Hárið sem Leikflokkur Húnaþings vestra setti upp. Eftir að hafa unnið að þeim verkefnum segist henni hafa orðið ljóst hve mikinn mannauð væri að finna í Húnaþingi vestra og því kjörið að halda áfram með ný verkefni.

Sjá nánari umfjöllun á Feyki.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga