Fréttir | 15. nóvember 2022 - kl. 19:03
Fengu 100 sálmabækur að gjöf
Tilkynning frá söfnuðinum

Söfnuði Blönduóskirkju barst höfðingleg gjöf síðastliðin sunnudag er haldin var Sálmabókamessa í Blönduóskirkju. Þangað voru mættir afkomendur þeirra hjóna Skúla Jakobssonar Bergstað og Gunnhildar Erlu Þórmundsdóttur og færðu söfnuðinum 100 sálmabækur að gjöf í minningu þeirra hjóna.

Kirkjukór Blönduóskirkju söng við undirleik stjórnanda hans Eyþórs Franzsonar Wechner og Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir þjónaði fyrir altari.

Sóknarnefnd vill koma á framfæri þökkum fyrir þessa góðu gjöf.

Ljósmyndir tók Gunnhildur Þórmundsdóttir.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga