Fréttir | 21. nóvember 2022 - kl. 10:24
Gjafabréf í heimabyggð sem jólagjöf

Á vef Húnabyggðar er auglýst eftir verslunar- og þjónustuaðilum í sveitarfélaginu sem hafa áhuga á að vera með í að taka á móti gjafabréfum sem eru jólagjöf til starfsfólks Húnabyggðar. „Gjafabréfin virka sem greiðsla upp í kaup á vöru og þjónustu í Húnabyggð. Viðkomandi fyrirtæki fá síðan upphæðina greidda á skrifstofu Húnabyggðar gegn framvísun gjafabréfsins,“ segir á vefnum.

Þar kemur einnig fram að mælst verði til þess að handhafar gjafabréfa noti þau á tímabilinu 15. desember 2022 - 15. febrúar 2023 en að þau falli þó ekki úr gildi á árinu. Skilyrði fyrir þátttöku verslunar- og þjónustuaðila er að viðkomandi sé með starfsemi í Húnabyggð.

Skráningarfrestur er til og með 2.desember og er tekið við skráningu á netfangið hunabyggd@hunabyggd.is.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Ingibjörg Lárusdóttir menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar á netfangið kristin@hunabyggd.is eða í síma 455-4700.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga