Fréttir | 21. nóvember 2022 - kl. 11:12
Starfamessa á Norðurlandi vestra

Á morgun klukkan 10-17 verður haldin Starfamessa í húsakynnum Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Þar munu nemendur elstu bekkja grunnskóla á Norðurlandi vestra og nemendur FNV kynna sér náms- og starfsleiðir í iðn-, tækni-, verk- og raungreinum með áherslu á tækifæri sem eru í boði í landshlutanum.

Starfamessa var fyrst haldin haustið 2017 og tókst hún afbragðs vel. Ætlunin var að halda slíkan viðburð á þriggja ára fresti en hausti 2020 var það ekki hægt vegna heimsfaraldursins. Á síðustu Starfamessu voru um þrjátíu starfsgreinar kynntar og má búast við að þær verði ekki færri í ár. 

Starfamessan er haldin í bóknámshúsi FNV í Sæmundarhlíð á Sauðárkróki og stendur yfir frá kl. 10 – 17. Viðburður á Facebook.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga