Jól í kassa á Skagaströnd. Mynd: skagastrond.is
Jól í kassa á Skagaströnd. Mynd: skagastrond.is
Fréttir | 21. nóvember 2022 - kl. 14:51
Jólagjöfum safnað fyrir börn í Úkraínu

Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn og fullorðna til að gleðja önnur börn, sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika, með því að gefa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og til þess að tryggja að öll börnin fái svipaða jólagjöf er mælst til þess að ákveðnir hlutir séu í hverjum kassa. Á vef Skagastrandar er sagt frá því að í sameiginlegu verkefni þar hafi tekist að setja saman veglegar gjafir í 45 skókassa.

Fram kemur að gjafirnar hafi verið 51 og að margir hafi komið færandi hendi í formi gjafa og vinnu. Kjörbúðin var raunsnarleg og gaf mikið af hreinlætisvörum og sælgæti.

Jólagjafirnar hafa nú verið fluttar suður til KFUM og KFUK og gaf Vörumiðlun flutninginn. Þær fara svo áfram til barna í Úkraínu en samtals verða þær 5.575 talsins, sem er með því allra mesta sem farið hefur frá Íslandi, að það því er segir á vefnum Jól í skókassa.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga