Fréttir | 08. janúar 2023 - kl. 11:03
Fundaröð fyrir forvitna frumkvöðla

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og Eimur standa að vikulegum fræðsluerindum fyrir frumkvöðla og alla þá sem eru forvitnir um nýsköpunarheiminn. Erindin verða haldin á Teams í hádeginu á þriðjudögum klukkan 12. Ráðgert er að hvert erindi verði ekki lengra en 30 mínútur en í kjölfar hvers erindis gefst hlustendum kostur á að spyrja spurninga. Sagt er frá þessu á vef SSNV.

Aðgangur er ókeypis en skráning fer fram hér.

Fyrsta erindið verður þriðjudaginn 24. janúar klukka 12 en í framhaldinu verða ný erindi öll þriðjudagshádegi fram til 7. mars. Þann 14. mars verður svo boðið til hittings í raunheimum en staður og stund verða auglýst síðar, að því er segir á vef SSNV.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga