Helga Una. Mynd: usvh.is/“ðinn Örn Jóhannsson
Helga Una. Mynd: usvh.is/“ðinn Örn Jóhannsson
Fréttir | 06. janúar 2023 - kl. 21:11
Helga Una Íþróttamaður USVH 2022

Helga Una Björnsdóttir hefur verið kjörin Íþróttamaður Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga 2022. Helga keppir í Meistaradeild Líflands sem er sterkasta innanhúss mótaröðin á Íslandi. Hún hefur verið í landsliðshóp Íslands í nokkur ár og var valin kynbótaknapi ársins. Í öðru sæti í kjörinu varð Eysteinn Tjörvi Kristinsson hestamaður og í þriðja sæti Dagbjört Dögg Karlsdóttir körfuknattleikskona. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn USVH sem birt er á heimasíðu sambandsins.

Árangur Helgu Unu 2022:

Meistaradeildin
Gæðingafimi  7. sæti.
Slaktaumatölt 5. sæti.

1. sæti  tölt  T1 á Selfossi

3. sæti tölt T1 á Íslandsmóti

2. sæti fjórgangur V1 á Landsmóti

B úrslit í b flokki á landsmóti (endaði í 10. sæti.)

1. sæti á Norðurlandamótinu í A flokki gæðinga

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga