Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 07. janúar 2023 - kl. 21:58
Gul veðurviðvörun og ekkert ferðaverður

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvaranir sem taka gildi á morgun, sunnudaginn 8. janúar, fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra og Norðurland eystra. Búast má við norðaustan og norðan 15-23 m/s með snjókomu og skafrenningi. Líklegt er að færð spillist.

Vegagerðin vekur athygli á að búast megi við blindu víða á vegum á þessum svæðum og því ekkert ferðaveður. Einnig eru líkur á að snjóflóðahætta skapist á vegum á utanverðum Tröllaskaga og á Súðavíkurhlíð.

Sjá nánar á www.vedur.is og á www.umferdin.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga