Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Fréttir | 09. janúar 2023 - kl. 21:18
Byggðarráð Húnaþings vestra samþykkir reglur um úthlutun byggðakvóta

Byggðarráð Húnaþings vestra hefur samþykkt reglur um úthlutun 130 þorskígildistonna byggðakvóta sem sveitarfélagið fékk úthlutað fyrir fiskveiðiárið 2022/2023. Helmingur kvótans verður skipt milli fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og fengið hafa úthlutun samkvæmt reglugerð númer 919/2021 vegna aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa og uppfylla ákvæði reglugerðar númer 995/2021 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2021/2022. Við skiptinguna skal miða við meðaltal landaðs botnfiskafla í þorskígildum talið, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn fiskveiðiárið 2021/2022.

Hinn helmingur kvótans verður skipt milli fiskiskipa sem gerð eru út frá Hvammstanga og uppfylla ákvæði reglugerðar númar 1370/2022 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2022/2023, miðað við meðaltal landaðs botnfiskafla, í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í Hvammstangahöfn fiskveiðiárið 2021/2022. Þá eiga skip rétt til úthlutunar úr báðum helmingunum samkvæmt að uppfylltum skilyrðum. Rökstuðningur er sá að af þeim bátum sem gera út frá Hvammstanga er aðeins hluti þeirra sem varð fyrir áhrifum aflabrests á rækju í innanverðum Húnaflóa. Fiskiskipunum er svo skylt að landa afla innan byggðarlagsins sem telja á til byggðakvóta á tímabilinu frá 1. september 2022 til 31. ágúst 2023. Rökstuðningur er sá að í byggðarlaginu er engin fiskvinnsla.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga