Tilkynningar | 13. janúar 2023 - kl. 07:40
Húnavökuritið 2022
Frá Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga

Húnavökuritið 2022 er komið úr prentun og farið í dreifingu. Ritið er samkvæmt venju fullt af fróðleik um menn og málefni í Austur-Húnavatnssýslu. Í ár er dreifing ritsins með svipuðum hætti og síðustu ár. Ritið er borið í hús til þeirra sem greiddu valgreiðslukröfu við útgáfu síðasta rits og ættu þær bækur að berast núna um helgina.

Með þessu fyrirkomulagi vill USAH þakka þeim kærlega sem greiddu fyrir ritið síðast og um leið afhenda þeim Húnavökuritið 2022 (árgangar 61 og 62). Húnavökuritið 2022 kostar 3.000 kr. og verður valgreiðslukrafa stofnuð og mun hún birtast í heimabanka. Þeir sem ekki hafa aðgang að heimabanka geta látið fletta upp kröfunni í næsta bankaútibúi en krafan er stofnuð í útibúi 0307.

Í næstu viku ætti ritið að verða aðgengilegt í verslunum bæði á Blönduósi og á Skagaströnd og verður það fyrirkomulag betur auglýst þá.

Stjórn USAH vill koma á framfæri kærum þökkum til ritnefndar, höfunda og styrktaraðila og vonar um leið að viðtökur við bókinni verði góðar líkt og áður.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga