Fréttir | 25. janúar 2023 - kl. 16:11
Gul veðurviðvörun vegna hvassviðris

Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir á morgun vegna hvassviðris eða storms á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og eystra og á miðhálendinu. Á Norðurlandi vestra er spáð sunnan og síðar suðvestan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/s. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll og á heiðum, staðbundið yfir 30 m/s, sem geta verið varhugaverðar fyrir vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind.

Viðvörunin á Norðurlandi vestra er í gildi frá klukkan fimm árdegis til klukkan átján síðdegis.

Sjá nánar á www.vedur.is og færð á vegum á www.umferdin.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga