Skemmtilega nefndin í banastuði
Skemmtilega nefndin í banastuði
Sameiningarmálin verða kryfjuð til mergjar á Blöndublótinu
Sameiningarmálin verða kryfjuð til mergjar á Blöndublótinu
Fréttir | 26. janúar 2023 - kl. 13:06
Blöndublótið er á laugardaginn

Undirbúningur fyrir Blöndublótið stendur nú sem hæst og hefur miðasala gengið vel. Afhending miða fer fram í dag milli klukkan 16:30-18:00 í Félagsheimilinu á Blönduósi. Skemmtilega nefndin, sem sér um skemmtiatriðin á þorrablótinu, hefur farið hamförum á æfingum í vikunni. Myndir þaðan hafa lekið á netið og samkvæmt heimildum Húnahornsins verður víða komið við í annál ársins 2022. Sameiningarmálin verða kryfjuð til mergjar, virkir í kommentakerfunum fá á baukinn, brottfluttir á Kanarý fá sinn skerf, sem og millarnir í gamla bænum, og fleira og fleira.   

Húsið opnar klukkan 19:30 og borðhald hefst hálftíma síðar. Veitingar eru í höndum Hafa gaman og hljómsveitin Smóking sér um undirspil í fjöldasöng ásamt því að halda uppi fjöri fram á rauða nótt.

Eins og venja er verður tilkynnt á þorrablótinu um val á manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu 2022 að mati lesenda Húnahornsins.

Enn eru nokkrir miðar lausir á þorrablótið og er hægt að kaupa þá hjá Kristínu í síma 663-4789. Miðaverð er 9.900 krónur.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga