Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 29. janúar 2023 - kl. 12:41
Gul viðvörun vegna storms

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Norðurland vestra á morgun mánudag og gildir hún fram á þriðjudag. Spáð er austan hvassviðri eða stormi 15-25 m/s og hviður sums staðar yfir 35 m/s í vindstrengjum við fjöll, til dæmis í Skagafirði. Einnig má eiga von á snjókomu með takmörkuðu skyggni. Lausir munir gætu fokið og færð gæti spillst.

Samkvæmt korti Veðurstofunnar skartar meirihluti landsins gulum eða appelsínugulum veðurviðvörunum á komandi dögum vegna austan storms.

Sjá nánar á www.vedur.is og færð á vegum á www.umferdin.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga