Fréttir | 06. febrúar 2023 - kl. 14:07
Boðið upp á örvunarskammt gegn COVID

Boðið verður upp á örvunarskammt af bóluefni við COVID-19 á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi einu sinni í mánuði næstu mánuði. Bólusett verður milli klukkan 14 og 14:30. Sóttvarnarlæknir mælir með að fólk 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma fái örvunarbólusetningu á fjögurra mánaða fresti. Ekki þarf að greiða fyrir bólusetninguna.

Bólusett verður eftirfarandi daga næstu mánuði:

  • 14. febrúar
  • 14. mars
  • 11. apríl
  • 16. maí

Bóka þarf tíma í síma 432 4100.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga