Fréttir | 07. febrúar 2023 - kl. 09:58
Jóhannes hættir sem slökkviliðsstjóri

Jóhannes Kári Bragason hefur sagt upp störfum sem slökkviliðsstjóri Brunavarna Húnaþings vestra. Jóhannes var ráðinn til starfsins 1. mars 2020 til eins árs vegna leyfis Péturs Arnarssonar þáverandi slökkviliðsstjóra. Starfið var svo auglýst í janúar 2021. Ein umsókn barst og var hún frá Jóhannesi sem var hann ráðinn í starfið. Hann hefur starfað hjá Brunavörnum Húnaþings vestra frá árinu 2002.

Þetta kemur fram í fundargerð byggðarráðs frá því í gær. Byggðarráð þakkar Jóhannesi Kára fyrir vel unnin störf og óskar honum alls hins besta í viðtakandi verkefnum. Sveitarstjóra var falið að leggja drög að auglýsingu um starfið og leggja fyrir næsta fund.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga