Fréttir | 08. febrúar 2023 - kl. 16:46
Fundir um sögutengda ferðaþjónustu

Markaðsstofa Norðurlands verður á ferðinni í Húnavatnssýslum og Skagafirði á morgun, fimmtudaginn 9. febrúar, til að kynna og fara yfir verkefni sem tengjast söguferðaþjónustu á svæðinu. Haldnir verða tveir klukkutíma langir fundir, annars vegnar í Kakalaskála klukkan 13 og hins vegar á Hótel Laugarbakka klukkan 17.

Farið verður yfir hugmyndir sem markaðsstofan hefur sett upp en jafnframt verður tíminn nýttur í spjall með einstaklingum á svæðinu um það hvernig þeir sjá framhaldið fyrir sér, svo sérstaða svæðisins megi nýtast sem best í frekari uppbyggingu til framtíðar. Rætt verður um tækifæri í vöruþróun og línurnar lagðar fyrir framhaldið.

Skráning á fundinn fer fram á þessari slóð: www.northiceland.is/is/mn/starfsemi/kynning-a-soguverkefni

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga