Húnabraut 26 á Blönduósi
Húnabraut 26 á Blönduósi
Fréttir | 09. mars 2023 - kl. 10:55
Húsnæði Tónlistarskóla A-Hún. í slæmu ástandi

Húsnæði Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga á Húnabraut 26 á Blönduósi er í slæmu ástandi og bregðast þarf við leka og rakaskemmdum sem þar eru. Þetta kemur fram í minnisblaði Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur skólastjóra skólans sem lagt var fram á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar í gær. Þar kemur fram að búið sé að kaupa efni til að ráðast í úrbætur utanhúss, til að laga lekann og að lagt hafi verið til hliðar fjármagn frá aðildarsveitarfélögum til að standa straum af kostnaði við framkvæmdir.

Í minnisblaðinu kemur einnig fram að Hugrún Sif hafi ekki fengið að sitja stjórnarfund byggðasamlagsins um skólann við vinnslu fjárhagsáætlunar og þar með hafi hún ekki haft tækifæri til að setja nýja stjórn inn í stöðu mála hjá tónlistarskólanum.

Sveitarstjórn Skagastrandar tekur undir áhyggjur skólastjóra og telur eðlilegt að boðað verði til stjórnarfundar með honum til þess að fara yfir stöðu mála.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga