Skjáskot úr Tíufréttum Sjónvarpsins þriðjudaginn 7. mars sl.
Skjáskot úr Tíufréttum Sjónvarpsins þriðjudaginn 7. mars sl.
Fréttir | 09. mars 2023 - kl. 11:15
Úthlutun lóða svar við eftirspurn

Eins og fram kom í fréttum Húnahornsins í síðasta mánuði auglýsir Húnabyggð 33 lóðir til úthlutunar í nýju hverfi á Blönduósi. Um er að ræða 22 einbýlishúsalóðir og 11 par- og raðhúsalóðir. Heildarfjöldi íbúða er á bilinu 49-75 og heildar byggingamagn á bilinu 8.810-11.080 fermetrar. Lóðirnar eru staðsettar við Hólabraut, Holtabraut, Lækjarbraut og Fjallabraut. Úthlutunin hefur vakið athygli Ríkissjónvarpsins sem sagði frá málinu í Tíufréttum á þriðjudaginn.

Rætt er við Pétur Bergþór Arason sveitarstjóra og segir uppbygginguna svar við eftirspurn sem hafi verið eftir húsnæði í sveitarfélaginu.

Fréttina má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga