Mynd: landsnet.is
Mynd: landsnet.is
Fréttir | 10. mars 2023 - kl. 14:33
Opnir fundir Landnets um Holtavörðuheiðarlínu

Landsnet boðar til opinna funda á Blönduósi og Laugarbakka 13. og 14. mars næstkomandi vegna Holtavörðuheiðarlínu 3. Á fundunum verða niðurstöður valkostagreiningar kynntar. Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum Holtvörðuheiðarlínu 3 frá Holtavörðuheiði að Blöndu. Á vef Landsnets segir að lagning Holtavörðuheiðarlínu 3 sé mikilvægur hlekkur í endurnýjun á núverandi byggðalínu og verði línan, 220 kV raflína, hluti af nýrri kynslóð byggðalínu.

Meginmarkmið með byggingu hennar sé að auka afhendingaröryggi og afhendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu og eðlilegri þróun byggða á landinu.

Fundurinn á Blönduósi verður haldinn 13. mars á veitingahúsinu B&S klukkan 20-21:30 og daginn eftir verður fundur haldinn á Hótel Laugarbakka í Miðfirði klukkan 16:30-18.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga