Myndin er frá vefsíðunni island-besuchen.de
Myndin er frá vefsíðunni island-besuchen.de
Fréttir | 12. mars 2023 - kl. 18:19
Þýskur vefmiðill vekur athygli á Þrístöpum

Þýska vefsíða Island besuchen eða Heimsæktu Ísland er vefmiðill sem segir frá áhugaverðum stöðum á Íslandi til að heimsækja. Nýverið sagði hann frá Þrístöpum í Húnabygggð, þar sem síðasta aftakan á Íslandi fór fram 12. janúar 1830. Síðustu ár hafa framkvæmdir staðið yfir í kringum Þrístapa, sem eru samliggjandi smáhólar og partur af Vatnsdalshólum. Í sumar er áætlað að svæðið verði að mestu tilbúið til að taka á móti ferðamönnum og öðrum gestum sem geta þá fengið heildstæða upplifun af sögunni og svæðinu.

Sjá má umfjöllun Island besuchen hér: Island | Þrístapar | Das Seelenhaus | Burial Rites | Hannah Kent (island-besuchen.de)

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga