USAH krakkar á Akureyri í gær. Mynd: FB/frjálsíþróttadeild Hvatar
USAH krakkar á Akureyri í gær. Mynd: FB/frjálsíþróttadeild Hvatar
Fréttir | 12. mars 2023 - kl. 19:01
USAH vann flest gullverðlaun á Akureyri

Þrjátíu og níu krakkar frá Ungmennasambandi Austur-Húnvetninga tóku þátt á Akureyrarmóti UFA og Norðlenska sem fram fór á Akureyri í gær. Þrjátíu og fimm krakkar komu frá Ungmennafélagin Hvöt sem er metþátttaka síðan frjálsíþróttadeildin var endurvakin. Á facebooksíðu frjálsíþróttadeildar Hvatar segir frá því að krakkarnir hafi staðið sig vel, margir hafi hrósað sigri yfir persónulegri bætingu og sumir fagnað verðlaunum á palli. Þá hafi nokkrir verið að stíga sín fyrstu skref í keppni og staðið sig vel.

Fram kemur að 20 krakkar voru skráðir til leiks í þrautabraut sem er fyrir níu ára og yngri en þar var keppt í boltakasti, skutlukasti, hindrunarhlaupi, boðhlaupi, langstökki, grindahlaupi og enda á reiptogi við foreldrana. Fimmtán keppendur voru skráðir í 10 ára og eldri og gátu þeir valið um að keppa í 60m hlaupi, 60m grindahlaupi, 400/600m hlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og skutlukasti.  Umf. Hvöt hlaut 15 gull, tíu silfur og tvo brons. Þá fékk USAH flest gullverðlaun á mótinu eða samtals 17.

Sjá nánari umfjöllun á facebooksíðu frjálsíþróttardeildar Hvatar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga