Tilkynningar | 13. mars 2023 - kl. 15:51
Skemmti- og menningarferð FSAH

Fyrirhuguð er skemmtiferð á vegum Félags sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu. Ferðin verður farin þann 25. mars næstkomandi og er áætlað að heimsækja sauðfjárbændur í Dalabyggð. Eftirfarandi bæir verða heimsóttir: Svarfhóll, Ásgarður, Breiðabólsstaður, Klifmýri og Magnússkógar III. Dagurinn endar svo á Laugum í Sælingsdal þar sem verður sameigilegur kvöldverður.

Lagt verður af stað frá N1 Blönduósi klukkan 09:00.

14 ára aldurstakmark er í ferðina og fer skráning fram hjá Önu Margréti á Sölvabakka í síma: 8486774.

Frestur til skráningar er 22. mars nk.

 

Stjórn FSAH

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga