Fréttir | 14. mars 2023 - kl. 10:34
Kvennakórinn Sóldís með tónleika á Skagaströnd og Hvammstanga á laugardaginn

Kvennakórinn Sóldís heldur tónleika á Skagaströnd og Hvammstanga laugardaginn 18. mars næstkomandi og bera þeir yfirskriftina Eitt lag enn – Eurovision, glimmer og gleði en á fjölbreyttri efnisskrá verða flutt Eurovision lög. Tónleikarnir á Skagaströnd fara fram í Hólaneskirkju klukkan 15 og á Hvammstanga í Félagsheimilinu klukkan 20.

Stjórnandi kórsins er Helga Rós Indriðadóttir og stjórnandi hljómsveitar er Rögnvaldur Valbergsson, en auk hans er hún skipuð Steini Leó Sveinssyni og Sigurði Björnssyni. Á fiðlu leikur Kristín Halla Bergsdóttir og Anna Karítas Ingvarsdóttir blæs í þverflautu. Einsöngvarar eru Elín Jónsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir og systurnar Gunnhildur og Kristvina Gísladætur.

Aðgangseyrir er 4.000 krónur.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga