Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Fréttir | 16. mars 2023 - kl. 13:14
Ingibergur tekur slaginn með Kormáki Hvöt

Nýtt keppnistímabil er handan við hornið hjá Kormáki Hvöt í 3. deildinni í sumar og er liðið hægt og bítandi að taka á sig mynd. „Farfuglar erlendis frá eru að mestu frágengnir, en sönn ánægja er frá því að segja að heimamaðurinn Ingibergur Kort Sigurðsson mun taka slaginn með Kormáki Hvöt í sumar,“ segir á facebook Aðdáendasíðu Kormáks.

Ingibergur lék í fyrra 10 leiki með liðinu og skoraði í þeim þrjú mörk, áður en meiðsli styttu sumarið í annan endann. „Það þarf ekki að fara mörgum orðum um styrkinn sem hann færir liðinu, því á sínum degi er kappinn óstöðvandi. Sóknarlínan er að verða ansi ógnvekjandi hjá okkur, svo andstæðingar hafa fulla ástæðu til að byrja að klóra sér í kollunum um hvernig á að halda henni í skefjum.“

Alls hefur Ingi leikið  123 leiki með liðum eins og Víkingi Ólafsvík, Fjölni og Njarðvík í öllum deildum Íslandsmóta og skorað í þeim öllum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga