Frá generalprufu í tónlistarskólanum á Blönduósi. Mynd: tonhun.is
Frá generalprufu í tónlistarskólanum á Blönduósi. Mynd: tonhun.is
Fréttir | 22. mars 2023 - kl. 15:21
Jazz-bandið sló í gegn í Hörpu

Jazz-band Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga tók þátt í Nótunni 2023 í Hörpu - uppskeruhátíð tónlistarskólanna, sem haldin var 19. mars síðastliðinn. Hátt í 500 nemendur stigu þar á stokk og létu Hörpu óma með fjölbreyttri dagskrá. Jazz-bandið kom fram í Eldborgarsal hörpu og stóð stig stórkostlega vel, að því er fram kemur á vef Tónlistarskóla A-Hún. en þar má sjá myndir frá ferðalaginu.

Þátttakendur voru Louise Price píanó og hljómsveitarstjóri, Valtýr Sigurðsson trommur, Sigríður Kristín Guðmundsdóttir hristur, Súsanna Valtýsdóttir bongótrommur, Ísak Andri Jónsson bassi, Adam Nökkvi Ingvarsson alto saxófónn, Þóranna Martha Pálmadóttir alto saxófónn, Sigurjón Bjarni Guðmundsson tenór saxófónn, Óliver Pálmi Ingvarsson trompet, Guðjón Sighvatsson trompet.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga