Holtastaðakirkja fær styrk frá húsfriðunarsjóði. Ljósm: Bragi J. Ingibergsson.
Holtastaðakirkja fær styrk frá húsfriðunarsjóði. Ljósm: Bragi J. Ingibergsson.
Fréttir | 24. mars 2023 - kl. 09:50
Pétursborg fær 4,5 milljónir frá húsfriðunarsjóði

Styrkúthlutun úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2023 liggur nú fyrir. Alls bárust 232 umsóknir en styrkir voru veittir til 207 verkefna að þessu sinni, að heildarupphæð 308,6 milljónir króna en sótt var um ríflega 1,1 milljarð króna. Hæstu upphæð í flokki friðaðra húsa fékk Pétursborg á Blönduósi 4,5 milljónir króna. Hæstu styrki í flokknum önnur hús og mannvirki var til vegasjoppunnar Norðurbrautar á Hvammstanga 1,8 milljónir króna. Þá fékk Holtastaðakirkja 4 milljónir.

Úthlutun styrkja húsfriðunarsjóðs 2023 í heild má sjá hér.

Styrkir til húsa í Húnavatnssýslum eru þessir:

Í flokknum friðlýstar kirkjur:

  • Auðkúlukirkja kr. 600.000
  • Gamla kirkjan á Blönduósi kr. 1.300.000
  • Holtastaðakirkja 4.000.000

Í flokknum friðuð hús og mannvirki:

  • Gamli læknabústaðurinn Blönduósi kr. 1.200.000
  • Gamli Spítali Blönduósi kr. 1.000.000
  • Möllershús – Sjávarborg Hvammstanga kr. 200.000
  • Pétursborg Blönduósi kr. 4.500.000

Í flokknum önnur hús og mannvirki:

  • Helgafell Blönduósi kr. 400.000
  • Hús Sigurðar Pálmasonar kr. 1.500.000
  • Norðurbraut, vegasjoppa kr. 1.800.000
Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga