Spennir færður inn í nýja viðbyggingu aðveitustöðvar á Skagaströnd. Mynd: rarik.is
Spennir færður inn í nýja viðbyggingu aðveitustöðvar á Skagaströnd. Mynd: rarik.is
Fréttir | 31. mars 2023 - kl. 13:12
RARIK endurnýjar aðveitustöðvar

Á síðasta ári hóf RARIK vinnu við endurbætur á rafbúnaði og húsnæði nokkurra aðveitustöðva á Norður- og Austurlandi. Á Skagaströnd var byggt yfir spenni og skipt um 33 kV og 11 kV rofbúnað sem kominn var á aldur en með því að setja spenni inn í hús fæst aukið rekstraröryggi fyrir svæðið, að því er segir á vef RARIK. Verkinu er lokið af hálfu verktakans, spennirinn er kominn á staðinn og tengingum utandyra lýkur í vor.

Á Laxárvatni við Blönduós en nú verið að breyta húsnæði sem áður hýsti varavélar í rými fyrir þrjá spenna sem settir verða upp í ár og á næsta ári. Í stað eldri spennis, sem er að verða of lítill, verður settur upp 20 MVA 132/33 KV spennir auk þess sem 33/19 KV spennir fyrir Sveinstaðalínu verður stækkaður upp í 5 MVA  og spennir fyrir 11 KV afhendingu verður stækkaður í 10 MV. Allt er þetta gert til að mæta auknu álagi á svæðinu, eins og segir á vef RARIK.

Þar má finna nánari upplýsingar um endurnýjun aðveitustöðva á Norður- og Austurlandi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga