Frá landsmótinu á Hvammstanga. Mynd: Guðmundur Haukur Sigurðsson
Frá landsmótinu á Hvammstanga. Mynd: Guðmundur Haukur Sigurðsson
Frá landsmótinu á Hvammstanga. Mynd: Guðmundur Haukur Sigurðsson
Frá landsmótinu á Hvammstanga. Mynd: Guðmundur Haukur Sigurðsson
Fréttir | 25. apríl 2023 - kl. 13:52
Velheppnað landsmót Stemmu

Stemma - Landssamtök kvæðamanna hélt landsmót sitt á Hvammstanga um síðustu helgi. Kvæðamannafélagið Vatnsnesingur, undir forystu Jóhannesar Jóhannessonar og fleiri félaga, sá um framkvæmdina af hálfu heimamanna og fórst það vel úr hendi. Landsmótið hófst með kvæðatónleikum í Félagsheimilinu á Hvammstanga á föstudagskvöld þar sem mættu um 100 manns.

Á laugardaginn voru fyrirlestrar og námskeið í Nestúni á Hvammstanga. Þar flutti m.a. Agnar J Leví erindi um skáldin/hagyrðingana í Vestur-Húnavatnssýslu. Síðdegis var farið í heimsókn að Stöpum til Kjartans Sveinssonar og Maríu Huldar Markan. Þar mættu um 50 manns, drukku kaffi og kveðnar voru rímur eftir Guðmund Bergþórsson sem bjó þar á 17. öld. Á laugardagskvöldið var kvöldvaka og hátíðarkvöldverður í Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem ýmsir félagar úr Stemmu fluttu kveðskap og fleira. Aðalfundur Stemmu var síðan haldinn á sunnudeginum.

Formaður Stemmu er Bára Grímsdóttir frá Grímstungu í Vatnsdal.

Aðildarfélög eru eftirtalin:

  • Félag ljóðaunnenda á Austurlandi
  • Kvæðamannafélagið Árgali á Selfossi
  • Ríma í Fjallabyggð
  • Kvæðamannafélagið Gefjun á Akureyri
  • Kvæðamannafélagið Gná í Skagafirði
  • Snorri í Reykholti
  • Kvæðamannafélagið Iðunn í Reykjavík
  • Kvæðamannafélagið Vatnsnesingur í Húnaþingi vestra
Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga