Fréttir | 26. apríl 2023 - kl. 10:16
Afmælishátíð Blönduóskirkju á sunnudaginn

Í tilefni af 30 ára vígsluafmæli Blönduóskirkju er öllum boðið til afmælishátíðar sunnudaginn 30. apríl næstkomandi. Hátíðarmessa hefst klukkan 13:00. Sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup prédikar, sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir þjónar fyrir altari og kirkjukór Blönduóskirkju leiðir safnaðarsöng við undirleik Eyþórs Franzsonar Wechner, organista. Sr. Magnús Magnússon og sr. Bryndís Valbjarnardóttir lesa ritningarlestra og meðhjálpari er Jón Aðalsteinn Sæbjörnsson.

Í beinu framhaldi af messunni verða tónleikar þar sem fram koma kirkjukór Blönduóskirkju ásamt Nínu Hallgrímsdóttur, sem syngur einsöng, undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner; Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps, undir stjórn Skarphéðins H. Einarssonar; og Elvar Logi Friðriksson einsöngvari, við undirleik Eyþórs Franzsonar Wechner. Að tónleiknum loknum verður boðið upp á kaffiveitingar í kirkjunni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga