Fréttir | 27. apríl 2023 - kl. 09:41
Hreinsum til í kringum okkur á sunnudaginn

Stóri plokkdagurinn verður haldinn á sunnudaginn, 30. apríl, og er þetta í sjötta sinn sem hann er haldinn hátíðlegur. Plokk á Íslandi heldur út virkum hópi á Facebook þar sem átta þúsund meðlimir deila myndum af sínu plokki og sinni útivist. Sveitarfélögin Skagaströnd og Húnaþing vestra minna á daginn á heimasíðum sínum og hvetja íbúa til að taka til í nærumhverfi sínu. Á Hvammstanga verður hægt að fá afhenta ruslapoka í Ráðhúsinu klukkan 10-11 og ruslakör verða staðsett á Ráðhúsplaninu fyrir afraksturs plokksins.

Á Skagaströnd eru bæjarbúar og eigendur eða forsvarsmenn fyrirtækja hvattir til að fara yfir sitt nánasta umhverfi fyrir sumarið. Gámar verða aðgengilegir frá og með föstudeginum 28. apríl við áhaldahús og á Kröfluplani í útbænum. Sveitarfélagið bíður svo upp á grillaðar pylsur og gos í hádeginu við Bjarmanes.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga