Frá æfingu leikfélagsins. Mynd: FB/Leikfélag Blönduóss
Frá æfingu leikfélagsins. Mynd: FB/Leikfélag Blönduóss
Fréttir | 29. apríl 2023 - kl. 09:20
Fyrsta frumsýning Leikfélags Blönduóss í níu ár

Leikfélag Blönduóss frumsýnir í dag fjölskyldusýninguna Dýrið og Blíða eftir Nicholas Stuart Gray. Sýningin fer fram í Félagsheimilinu á Blönduósi klukkan 15. Ungur og ferskur leikhópur tekur þátt í sýningunni og er það hinn reyndi leikstjóri, Sigurður Líndal sem stýrir hópnum. Þetta er í fyrsta sinn síðan í apríl 2014 sem leikfélagið setur á svið og frumsýnir leikrit og því er eftirvæntingin mikil.

Önnur sýning verður á morgun 30. apríl klukkan 15 og þá fara sýningar fram á þriðjudaginn og miðvikudaginn klukkan 17 báða dagana.

Miðasala er í gegnum skilaboð á Facebooksíðu félagsins eða í eftirfarandi símum milli klukkan 16.00-20.00: Erla – 8251133 / Kristín – 8471852.

Miðaverð er 3500 kr.
Greitt er með millifærslu:
kt: 451078-1439 – Reikningsnr: 0307 – 13 – 300001

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga