Fréttir | 03. maí 2023 - kl. 15:23
Hvatningarátakið Hjólað í vinnuna hófst í dag

Hvatningarátakið Hjólað í vinnuna var sett í morgun í 21. sinn. Átakið miðar að því að hvetja sem flesta til að nýta sér þennan umhverfisvæna, hagkvæma og heilsusamlega ferðamáta. Fyrirtækjum gefst kostur á að heita á starfsfólk sitt og fara þeir fjármunir sem safnast inn í loftslagssjóð UNICEF. Sjóðurinn er m.a. nýttur til að styrkja menntun og fræðslu fyrir börn og ungt fólk um  loftlagsáhrif og nýsköpun á sjálfbærum og umhverfisvænum lausnum fyrir heilbrigðis- og menntakerfi. Markmiðið er að efla innviði samfélaga til að auka viðnám við loftslagsbreytingum.

Allar nánar upplýsingar um átakið má finna á www.hjoladivinnuna.is

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga