Tilkynningar | 04. maí 2023 - kl. 11:49
Aflið hefur starfsemi á Blönduósi

Mánudaginn 24. apríl skrifaði Aflið undir samning við Félags- og skólaþjónustu A-Hún. sem miðar að því að bæta þjónustu við íbúa svæðisins. Aflið eru samtök gegn kynferðisofbeldi, sem bjóða upp á fría ráðgjöf fyrir þolendur ofbeldis og aðstandendur þeirra. Aflið starfar á sjálfstæðum grunni og án beinna tengsla við félagsþjónustu, einstaklingar bóka því sjálfir viðtöl hjá Aflinu og öll mál hjá Aflinu eru trúnaðarmál.

Áætlað er að starfsemi Aflsins hefjist á Blönduósi þann 9. maí með kynningu fyrir lögregluembættið. Aflið mun í kjölfarið vera með reglulega ráðgjöf á Blönduósi.

Til þess að bóka er hægt að hringja í síma 461-5959 á milli 9 og 12 á virkum dögum eða senda tölvupóst á aflidak@gmail.com.

Opnað verður fyrir netbókanir á Blönduósi fljótlega.

Látið orðið berast!

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga