Silungsveiðin byrjar vel í Vatnsdalsá. Mynd: FB/Vatnsdalsá
Silungsveiðin byrjar vel í Vatnsdalsá. Mynd: FB/Vatnsdalsá
Fréttir | 04. maí 2023 - kl. 15:16
Góð veiði á silungasvæði Vatnsdalsár

Veiði hófst á silungasvæðinu í Vatnsdalsá í byrjun vikunnar. Þrátt fyrir kalt veður landaði fyrsta hollið hátt í 80 fiskum á sex stangir á tveimur dögum. Á facebooksíðu Vatnsdalsár kemur fram að hefðbundnar straumflugur hafi verið að gefa vel en að Rektor frá Reiðu öndinni hafi verið að gefa best, samkvæmt þeim sem voru við veiðar. Meðfylgjandi mynd er af facebooksíðunni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga