Fréttir | 04. maí 2023 - kl. 16:02
Um sjö milljón króna halli á rekstri Skagabyggðar

Skagabyggð var rekin með 6,8 milljón króna halla árið 2022 og er afkoman nokkuð betri en áætlun gerðir ráð fyrir, sem var halli upp á 9,7 milljónir. Skatttekjur voru 9 milljónum hærri en áætlun en stærstu útgjaldaliðir sveitarfélagsins, sem eru félagsþjónusta og fræðslu- og uppeldismál, voru á pari við áætlun. Stærsta neikvæða frávikið frá áætlun var á sameiginlegum kostnaði.

Varanlegir rekstrarfjármunir lækkuðu um um 5,5 milljónir milli ára og námu um 64 milljónir árslok 2022 en engar eignfærslur voru á árinu. Handbært fé lækkaði um 9,4 milljónir milli ára og nam um 37 í árslok 2022, samanborið við 46 milljónir í árslok 2021. Engin lántaka var á síðasta ári hjá Skagabyggð. Eiginfjárhlutfall var 84,3% í árslok 2022 samanborið við 80,5% árið áður.

Seinni umræða um ársreikning Skagabyggðar fyrir árið 2022 fór fram á sveitarstjórnarfundi í dag og var hann samþykktur samhljóða.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga