Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 05. maí 2023 - kl. 13:11
Vinnuskóli Skagastrandar opnar fyrir umsóknir

Vinnuskóli Skagastrandar hefst miðvikudaginn 7. júní næstkomandi og er skráning í skólann hafin. Vinnuskólinn er fyrir nemendur sem hafa nýlokið 8.-10. bekk Höfðaskóla og búsettir eru á Skagaströnd. Markmið skólans er að gefa unglingum kost á samspili vinnu, þjálfunar og fræðslu í sumarleyfi sínu. Skráning er á skrifstofu sveitarfélagsins eða í gegnum rafræna umsókn.

Rafræna umsókn má finna á vef Skagastrandar eða með því að smella hér.

Daglegur vinnutími er frá 9-12 og 13-16 mánudaga til fimmtudaga, ekki er unnið á föstudögum. Laun eru greidd út mánaðarlega. Sjá nánar á www.skagastrond.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga