Mynd: hunathing.is
Mynd: hunathing.is
Fréttir | 05. maí 2023 - kl. 13:27
Afhending Eyrarrósarinnar á Hvammstanga

Nýverið fór fram afhending Eyrarrósarinnar 2023 í Studio Handbendi á Hvammstanga. Í tengslum við afhendinguna sótti Eliza Jean Reid forsetafrú Húnaþing vestra heim en hún er verndari Eyrarrósarinnar og afhenti viðurkenningarnar. Með Elizu í för voru fulltrúar Listahátíðar og bakhjarla hátíðarinnar. Menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði hlaut Eyrarrósina að þessu sinni og hvatningarverðlaun hlutu alþjóðleg píanóhátíð á Vestfjörðum, Vesturbyggð, Hnoðri í norðri, Akureyri og Raddir úr Rangárþingi, Hellu.

Sagt er frá þessu á vef Húnaþings vestraÞar segir:

Tekið var á móti hópnum í Byggðasafninu á Reykjum þar sem Sólveig Hulda forstöðumaður safna í Húnaþingi vestra og Benjamín safnvörður veittu leiðsögn um sýningar safnsins. Þar var gestum einnig boðið upp á sýningu á Heimferð, sýningu Handbendis sem fram fer í húsbíl og hefur ferðast víða um land. Frá Byggðasafninu lá leið í Búrfell í Miðfirði þar sem Jón Eiríksson myndlistarmaður var heimsóttur í vinnustofu sína. Þá lá leið í Leirhús Grétu áður en haldið var í Stúdíó Handbendi þar sem afhending Eyrarrósarinnar fór fram. Að athöfn lokinni var efnt til móttöku á Sjávarborg.

Myndir frá afhendingu Eyrarrósarinnar á Hvammstanga má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga