Lið Kormáks Hvatar í Skessunni í gær. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Lið Kormáks Hvatar í Skessunni í gær. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Fréttir | 07. maí 2023 - kl. 08:52
Sigur í fyrsta leik

Kormákur Hvöt gerði góða ferð í Hafnarfjörðinn í gær þegar liðið heimsótti Íþróttafélag Hafnarfjarðar. Um var að ræða fyrsta leik liðanna á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla 3. deild. Kormákur Hvöt byrjaði leikinn með krafti og skoraði strax á sjöundu mínútu en þar var að verki Ismael Moussa Yann Trevor. ÍH jafnaði leikinn fljótlega er og var jafnræði með liðunum eftir það. Staðan í hálfleik 1-1.

Kormákur Hvöt hóf seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri, með því að skora mark en það gerði Goran Potkozarac á 55. mínútu. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og sigur gestanna staðreynd. Vel gert Kormákur Hvöt.

Næsti leikur liðsins er laugardaginn 13. maí og er einnig útileikur. Andstæðingurinn er Víðir úr Garði og hefst leikurinn klukkan 14 á Nesfiskvellinum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga