Fréttir | 12. maí 2023 - kl. 14:54
Hótel Blönduós opnar á ný

Þá er komið að því, endurbætt Hótel Blönduós opnar dyr sínar á ný fyrir gestum og gangandi mánudaginn 15. maí næstkomandi. Af því tilefni er boðið til opnunarteitis á morgun, laugardaginn 13. maí klukkan 14-17. Boðið verður upp á léttar veitingar og lifandi tónlist en fram koma Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps, Hugrún Sif og Tríó Halla Guðmunds. Þá verður sýning í gamla bakaríinu Krútt á gömlum myndum frá Blönduósi, í samstarfi við Héraðsskjalasafnið.

Hótelið býður upp á opnunartilboð sem gildir ef bókuð er gisting dagana 15. maí til 7. júní. Innifalið í tilboðinu er gisting fyrir tvo í eina nótt, fordrykkur og tveggja rétta kvöldverður. Sjá nánar á www.hotelblonduos.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga