Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 13. maí 2023 - kl. 16:19
Vetrarveður næstu daga - Gul veðurviðvörun

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Breiðafjörð, Norðurland vestra og eystra, Austurland að Glettingi og Miðhálendið. Á Norðurlandi vestra er hún í gildi frá miðnætti og fram á annað kvöld. Gul veðurviðvörun er einnig í gildi fyrir landshlutann mánudaginn 15. maí frá snemma að morgni og fram á miðjan dag. Á morgun er spáð norðan og norðvestan 8-15 m/s með slyddu eða snjókomu á fjallvegum. Skyggni getur orðið mjög takmarkað og hálka líkleg. Búast má við vetrarfærð og ætti fólk á vanbúnum bílum því ekki að leggja í langferð.

Á mánudaginn er spáð norðan og norðaustan 8-15 m/s með snjókomu eða skafrenningi og litlu skyggni með köflum, einum á fjallvegum. Búast má við vetrarfærð eins og á morgun.

Lögreglan á Norðurlandi vestra hvetur vegfarendur til þess að fylgjast vel með færð og veðri næstu daga.

Sjá nánar um veðrið á www.vedur.is og um færð á vegum á www.umferdin.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga