Fréttir | 16. maí 2023 - kl. 15:11
Guðsþjónusta í Blönduóskirkju á uppstigningardag

Guðsþjónusta verður í Blönduóskirkju fimmtudaginn 18. maí klukkan 11. Uppstigningardagur er sérstaklega tileinkaður eldir borgurum í þjóðkirkjunni og eru þeir því boðnir sérstaklega velkomnir til guðsþjónustunnar. Kirkjukór Blönduóskirkju leiðir safnaðarsöng við undirleik Eyþórs Franzsonar Wechner. Sr. Edda Hlíf þjónar fyrir altari og meðhjálpari er Jón Aðalsteinn. Allir eru velkomnir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga