Spákonufell. Mynd: skagastrond.is
Spákonufell. Mynd: skagastrond.is
Fréttir | 16. maí 2023 - kl. 16:37
Gróðursetja á rúmlega 100 þúsund plöntur í hlíðum Spákonufells í sumar

Áætlað er að gróðursetja um það bil 109 þúsund plöntur af fimm mismunandi trjátegundum í hlíðum Spákonufells í ár. Mest verður gróðursett af birki eða tæplega 39 þúsund plöntur. Sitkagreni er um og yfir 31 þúsund plöntur, stafafura rúmlega 24 þúsund, rússalerki tæplega ellefu þúsund og alaskaösp um fjögur þúsund plöntur. Gróðursetningin er í samræmi við samning sem Skógræktin og One Tree Planted undirrituðu 2021 um gróðursetningu 180 þúsund trjáplantna í hlíðum Spákonufells og á verkefninu að ljúka haustið 2024.

Samið hefur verið við verktakann Þórarinn Sveinsson um að sinna verkinu og er áætlað að gróðursetningin taki um 36 dagsverk. Einnig hefur verið samið við Þórarinn að bera á tilbúinn áburð á gróðursetningar frá 2022 og gróðursetningar 2023. Miðað er við að gróðursetningar hefist í byrjun júní. Sagt er frá þessu á vef Skagastrandar.

Tengdar fréttir:
Jarðvinnsla fyrir skógrækt hafin í hlíðum Spákonufells
Framkvæmdir hefjast í hlíðum Spákonufells
One Tree Planted fjármagnar útivistarskóg Skagstrendinga
Skógræktarátak í hlíðum Spákonufells

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga