Fréttir | 27. maí 2023 - kl. 10:07
Fjölbreytt úrval afþreyingar- og útivistarmöguleika í Húnabyggð í sumar

Gefinn hefur verið út frístundabæklingur með helstu upplýsingum um íþrótta- og tómstundastarf í Húnabyggð sumarið 2023. Boðið er upp á fjölbreytt úrval af afþreyingu og útivistarmöguleikum fyrir unga sem aldna og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í bæklingnum má meðal annars finna upplýsingar frá Skotfélaginu Markviss, bókasafninu, frjálsíþróttadeild Hvatar, knattspyrnudeild Hvatar, TextílLabinu, Vinnuskólanum og Golfklúbbnum Ós.

Frístundabæklinginn má skoða hér.

Meðal viðburða í Húnabyggð í sumar eru Prjónagleðin 9.-11. júní, Smábæjarleikarnir 17.-18. júní, Húnavakan 13.-16. júlí og 26. ágúst verður haldið upp á 125 ára afmæli gömlu Blöndubrúarinnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga