Guðrún og Sigríður Eddý. Mynd: hunaskoli.is
Guðrún og Sigríður Eddý. Mynd: hunaskoli.is
Fréttir | 01. júní 2023 - kl. 15:25
Guðrún og Sigríður Eddý kveðja Húnaskóla

Á vef Húnaskóla er sagt frá því að Guðrún Sigurjónsdóttir og Sigríður Eddý Jóhannesdóttir hafi látið af störfum vegna aldurs nú við skólalok. Báðar hafa þær unnið við skóla í héraðinu til fjölda ára. Gunna fyrst 1982-1986 og svo frá 1999 til dagsins í dag sem skólaliði, stuðningsfulltrúi og verkgreinakennari á Húnavöllum en síðasta starfsárið starfaði hún sem stuðningsfulltrúi í Húnaskóla. Sigríður hóf störf sem kennari við Grunnskólann á Blönduósi árið 1997 sem síðar breyttist svo í Blönduskóla og núna síðasta starfsárið kenndi hún í nýja skólanum, Húnaskóla.

Guðrúnu og Sigríði er þakkað gott samstarf og þeim óskað velfarnaðar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga