Fréttir | 03. júní 2023 - kl. 17:42
Sigur í fyrsta leik á Blönduósvelli

Kormákur Hvöt tók á móti Hvíta riddaranum á Blönduósvelli í dag þegar leikið var í 5. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla 3. deild. Leikurinn var sá fyrsti í sumar á Blönduósvelli og fór það sérlega vel í leikmenn, þ.e. heimamenn. Rétt áður en flautað var til hálfleiks skoraði Sigurður Bjarni Aadnegard gott mark fyrir Kormák Hvöt og þannig stóðu leikar í hálfleik 1-0.

Seinni hálfleikur var einnig eign heimamanna og á 54. mínútu tvöfölduðu þeir forystuna með marki frá Ismael Moussa Yann Trevor. Lokatölur 2-0 fyrir Kormák Hvöt sem lyfti sér upp í 4. sæti deildarinnar.

Næsti leikur er gegn Ými og fer hann fram í Kórnum í Kópavogi miðvikudaginn 7. júní klukkan 19:15. Húnvetningar á höfuðborgarsvæðinu eru hvattir til að mæta og styðja við sitt lið.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga