Sveinbjörn með Blöndulaxinn sinn. Mynd: FB/Starir
Sveinbjörn með Blöndulaxinn sinn. Mynd: FB/Starir
Fréttir | 05. júní 2023 - kl. 15:37
Fyrstu laxarnir veiðast í Blöndu

Laxveiði hófst í Blöndu í morgun. Fyrsti laxinn kom á land þegar nokkuð var liðið á morguninn en það var veiðimaðurinn Þorsteinn Stefánsson sem fékk hann sunnanmegin á Breiðunni. Laxinn var ekki stór og telst vera smálax sem er talið vita á gott fyrir sumarið, að hann sé mættur snemma í ána. Nokkru seinna landaði Sveinbjörn Stefánsson 83 sentímetra langri hrygnu, sem kalla má ekta Blöndulax.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga