Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 17. mars 2024 - kl. 11:42
Norðaustan hríð í kortunum

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Norðurland vestra sem gildi í sólarhring frá hádegi í dag. Spáð er norðaustan hríð, 13-18 m/s og snjókomu. Búast má við skafrenning með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar, lokanir á vegum og tafir í flugsamgöngum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Gular veðurviðvaranir eru einnig við Faxaflóa, Breiðafjörð og á Vesturlandi og Ströndum. Þá er appelsínugul veðurviðvörun á Vestfjörðum.

Sjá nánar um veður á www.vedur.is og um færð á vegum á www.umferdin.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga